Fréttir

Neyðast til að flytja vegna hunds­ins

Grein mbl.is, 2.6.2016:

Ungt par neyðist til að selja íbúð sína í Stakk­holti eft­ir að ákveðið var á hús­fundi í gær að hund­ur þeirra fengi ekki að vera í hús­inu. Kosið var gegn hunda­hald­inu með mikl­um meiri­hluta, en alls eru þrjú pör í hús­inu með hunda. Munu þau öll flytja út á næstu dög­um. 

„Við feng­um ótal ábend­ing­ar um hvernig við gæt­um reynt að snúa upp á lög­in sem var frá­bært en við höf­um ákveðið að gef­ast upp og flytja. Okk­ur finnst Stakk­holtið ekki leng­ur vera heim­ilið okk­ar,“ seg­ir Hilm­ar Birg­ir Ólafs­son, eig­andi hunds­ins Tinna.

Eins og mbl.is sagði frá í síðustu viku viku býr Hilm­ar ásamt kær­ustu sinni og hund­in­um Tinna í íbúð á jarðhæð og fer Tinni alltaf inn og út um svala­dyr. Hann kem­ur því aldrei inn í sam­eign húss­ins. Hilm­ar seg­ist hafa fengið fjöld­ann all­an af ábend­ing­um frá fólki, m.a. um það að sam­kvæmt lög­um um fjöleign­ar­hús þurfi ekki samþykki fyr­ir hunda­haldi þegar um sér­inn­gang sé að ræða. Þar sem um sé að ræða svala­h­urð sé inn­gang­ur­inn hins veg­ar ekki sér­inn­gang­ur í skiln­ingi lag­anna.

Hilm­ar seg­ir þó brýnt að end­ur­skoða lög um fjöleign­ar­hús. „Lög­in sem gilda núna eru bæði óskýr og mjög ströng og ef við ætl­um að hafa þau svona þá gæt­um við al­veg eins form­lega bannað hunda­hald fyr­ir alla sem geta ekki keypt sér ein­býl­is­hús,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hund­ar séu leyfðir í fjöl­býl­is­hús­um í mörg­um borg­um og ekki hafi hann heyrt að það sé til mik­illa vand­ræða. 

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600