Fréttir

Viðskiptabankarnir þrír taka mismikið tillit til leigutekna

Grein mbl.is 27.5.2016:

Viðskipta­bank­arn­ir þrír; Lands­bank­inn, Ari­on banki og Íslands­banki, taka mis­mikið til­lit til leigu­tekna í greiðslu­mati vegna hús­næðis­kaupa.

Lands­bank­inn horf­ir al­farið fram hjá leigu­tekj­um, Íslands­banki tek­ur 50% leigu­tekna með í reikn­ing­inn en hjá Ari­on banka er horft á hvert til­felli fyr­ir sig.

mbl.is sendi viðskipta­bönk­un­um skrif­lega fyr­ir­spurn og fékk of­an­greind svör. Þá var óskað eft­ir rök­stuðningi og all­ir vísuðu í túlk­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins varðandi áhættu­vog út­lána með veði í full­búnu íbúðar­hús­næði.

Þar seg­ir m.a. að ein af for­send­um þess að nota megi 35% áhættu­vog á lán tryggð að fullu með veði í full­búnu íbúðar­hús­næði á Íslandi sé að „greiðslu­geta lán­tak­anda sé ekki veru­lega háð tekj­um af eign­inni.“ 

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600