Fréttir

Framkvæmdir fari á fullt næstu árin

Grein Fréttablaðsins, 11.05.2016:

Samþykkt áform um byggingu í Reykjavík árið 2015 voru meiri en í áratug. Fullgerðar íbúðir voru 388 árið 2015 í Reykjavík, eða ferfalt fleiri en 2010, og hafin var smíði á 926 íbúðum. Framkvæmdastjóri eins af stærstu byggingarfyrirtækjum landsins segir aukna kröfu um minni íbúðir og íbúðir sem eru miðsvæðis. Aukin eftirspurn er eftir erlendum verkamönnum en þó ekki jafn mikil og fyrir hrun.

Það er mikil þensla í byggingariðnaðinum, hún byrjaði í verulegum mæli á síðasta ári og miðað við áætlanir mun hún aukast næstu tvö til þrjú árin. Bæði í byggingariðnaði og mannvirkjagerð,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.

Byggingariðnaðurinn hefur verið að taka við sér á ný undanfarin misseri, og hefur bygging íbúðarhúsnæðis færst í aukana eftir gríðarlega lægð í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Samþykkt byggingarmagn (samþykkt áform um byggingu) árið 2015 í Reykjavík var 73 prósentum meira en árið áður og var nærri sambærilegt því sem það var yfir árin 2000 til 2008. Byggingarmagn í hótelum og veitingahúsum í Reykjavík hefur tugfaldast úr 320 fermetrum og 846 rúmmetrum árið 2012 í 13.600 fermetra og 44 þúsund rúmmetra árið 2015.

Smellið hér til að lesa greinina í heild.

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600