Fréttir

Geta minnkað íbúðirnar

Grein Morgunblaðsins, 11.05.2016

Minni kröfur um stærðir einstakra rýma er sú breyting á byggingarreglugerð sem getur lækkað byggingarkostnað mest og létt róðurinn hjá þeim sem eru að fjárfesta í sinni fyrstu eign, að sögn Sigurðar Ingólfssonar framkvæmdastjóra ráðgjafarþjónustunnar Hannarr ehf. „Verktakarnir græða áfram, borgin græðir áfram á lóðasölu, bankarnir græða áfram á ofurvöxtum og enginn tapar, en lífið verður auðveldara fyrir unga fólkið,“ segir Sigurður.

Hann segir að mikill vaxtakostnaður sé aðalvandamálið hjá ungu fólki sem vilji kaupa sína fyrstu eign. Það gangi ekki að þurfa að borga 200 þúsund krónur á mánuði í vexti af lánum við að kaupa íbúð af venjulegri stærð. Þá séu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að selja lóðir á miklu hærra verði en var áður fyrr. Gjöldin hafi staðið í stað eftir hrun en svo virðist sem gjöldin séu aftur farin að síga upp á við. 

Sigurður spyr hvort ekki sé kominn tími til að sveitarfélögin og fjárfestar verði þvingaðir til að lækka byggingarkostnaðinn, til dæmis með lækkun á lóðagjöldum og lækkun vaxta. Þeir geri það ekki öðruvísi. Það myndi skila miklu meiri árangri í lækkun á byggingarkostnaði en sú breyting á byggingarreglugerð sem kynnt var fyrir helgi. Sigurður veltir þessu fyrir sér og spyr: „Hvað ætli mörg hundruð milljarðar hafi undanfarin ár runnið til þessara aðila frá unga fólkinu okkar og öðrumsem skulda þeim peninga?“

 

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600