Fréttir

Bryggjuhverfið mun stækka um 30%

Grein Morgunblaðsins, 9.5.2016:

Átta ný fjölbýlishús munu rísa í Bryggjuhverfinu á næstunni. Framkvæmdir eru hafnar við tvö þeirra. 

Byggingaframkvæmdir við tvö fjölbýlishús í Bryggjuhverfinu, næst Sævarhöfða, eru nú á fullum skriði og tvö önnur fjölbýlishús í hverfinu, úti á tanganum, eru á teikniborðinu og alls er áformað að reisa átta fjölbýlishús í hverfinu í þessum áfanga. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að ráðið hafi nýverið samþykkt skipulag úti á tanganum, í Bryggjuhverfinu, þar sem gert er ráð fyrir að rísi tvö fjölbýlishús.

„Það svæði er komið á það stig að fá byggingarleyfi. Björn Ólafsson arkitekt er að hanna fjölbýlishúsin, sem verða bara í samræmi við það sem þarna fyrir. Það var bætt við einhverjum íbúðum í húsin úti á tanganum en byggingarmagnið var ekki aukið,“ sagði Hjálmar í samtali við Morgunblaðið í gær.

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600