Fréttir

Greiddi tæpar 50 milljónir fyrir 30 fermetra íbúð

Grein Pressunar 2.maí 2016:

Hátt fasteignaverð gerir mörgum erfitt fyrir með að kaupa sér eigin íbúðarhúsnæði en aðrir láta hátt verð ekki standa í vegi fyrir sér og kaupa íbúðir á verði sem flestum þykir ævintýralegt. Það á við um nýlega sölu á íbúð í fjölbýlishúsi í Osló. Kaupandinn greiddi þá upphæð sem svarar til tæpra 50 milljóna íslenskra króna fyrir 30 fermetra íbúð.

Íbúðin er tveggja herbergja og 30 fermetrar eins og áður sagði. Hún er í Grünerløkkars hverfinu á Markveien. Hún var auglýst til sölu á 2,3 milljónir norskra króna en endanlegt kaupverð var tæpar 3,3 milljónir norskra króna eða tæpar 50 milljónir íslenskra króna.

Í umfjöllun E24 um málið er haft eftir Siamak Ebrahimi, fasteignasala, að þetta sé alveg ótrúlegt mál og að hann hafi aldrei upplifað annað eins. Hann sagði að um 40 áhugasamir kaupendur hafi verið tilbúnir í slaginn á miðvikudaginn og þetta hafi endað með mörgum tilboðum. Margir hafi greinilega talið staðsetningu íbúðarinnar stóran kost og því viljað kaupa hana.

Fermetraverðið var því sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna.

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600