Fréttir

Lántökugjald

Grein Morgunblaðsins, 28.04.2016: Viðskiptabankarnir hafa á undanförnum mánuðum leitað leiða til að svara þeirri samkeppni sem lífeyrissjóðir landsins hafa efnt til á markaði með íbúðalán. 

Það hefur reynst þrautin þyngri, þar sem sjóðirnir hafa boðið verðtryggð lán með töluvert lægri vöxtum en bankarnir hafa treyst sér til að bjóða upp á.

Lífeyrissjóðirnir hafa ekki aðeins stigið skref í átt að lægri vaxtakostnaði þeirra sem fjárfesta í húsnæði heldur hafa þeir einnig lækkað til muna hin alræmdu lántökugjöld sem dregin hafa verið af lánsupphæð lántakenda, svona að því er virðist til þess að þyngja róðurinn eilítið meira í stórsjónum. Hafa þessi gjöld oftast miðast við 1% af lánsupphæð og getur því verið um töluverða upphæð að ræða, eitt hundrað þúsund krónur fyrir hverjar 10 milljónir sem teknar eru. Nú hafa sjóðirnir í mörgum tilvikum lækkað gjaldið um allt að helming.

Enn hafa bankarnir ekki brugðist sérstaklega við þessum útspilum lífeyrissjóðanna. Þó hafa viðskiptabankarnir þrír nú allir ákveðið að fella lántökugjaldið niður af öllum fasteignalánum þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu eign. 

Smellið hér til að lesa greinina í heild.

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600