Fréttir

Framboðið annar ekki eftirspurninni

Grein Morgunblaðsins frá 19.03.2016:

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,4% milli mánaða í febrúar, þar af hækkaði fjölbýli um 0,6% en sérbýli lækkaði um 0,3%. 

Síðustu tólf mánuði hefur fjölbýli hækkað um 8,7%, sérbýli um 1,8% og er heildarhækkunin 8,5%. Aðeins virðist því hafa dregið úr stöðugri hækkun húsnæðisverðs sem heldur þó áfram. Þetta segir Hagsjá, en svo heita pistlar frá hagfræðideild Landsbankans.

Verðbólga hefur verið lítil á síðustu misserum og því hefur raunverð fasteigna hækkað umtalsvert. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hafði í febrúar einungis hækkað um 0,7% síðustu 12 mánuði þannig að stærstur hluti hækkunar á húsnæðisverði kemur fram í raunvirði fasteignanna. 

Alls var þinglýst um 6.900 kaupsamningum íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2015, sem var 17,5% aukning frá árinu áður. Meðalfjöldi viðskipta á ári síðustu 13 árin var tæplega 6.000 á ári. Sé litið á þróunina frá ágústmánuði í fyrra sést að fjölda viðskipta á tímabilinu frá september til janúar hefur stöðugt fækkað, segir Landsbanknn. Þar á bæ telja menn að meginástæðan fyrir hækkun fasteignaverðs komi jafnan til af hefðbundnum áhrifaþáttum. Þar megi nefna þróun kaupmáttar, tekna, vexti af húsnæðislánum og atvinnuástand. 

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600