Fréttir

Íbúðir fyrir tekjulága úti á landi möguleiki

Grein Fréttablaðsins, 15.03.2016:

Kannaður verður möguleikinn á byggingu leiguíbúða fyrir tekjulágt launfólk á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Tilkynnt var um helgina að Alþýðusambandið hefði stofnað íbúðafélag og að Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætli að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. „Við munum í framhaldinu leita hófanna í nokkrum sveitarfélögum höfuðborgarinnar og síðan vítt og breitt um landið,“ segir Gylfi. „Félagið sem slíkt verður landsfélag og auðvitað eru full áform um það að sinna öllu.“

Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir.

Smellið hér til að lesa greinina í heild.

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600