Fréttir

Fjárfestar kaupa fjölda lúxusíbúða

Grein Morgunblaðsins, 8.3.2016:

Fjárfestar hafa að undanförnu fjárfest fyrir vel á annan milljarð í nýjum lúxusíbúðum í Reykjavík.

Fyrst ber að nefna að félagið Túnsteinn keypti 11 af 14 lúxusíbúðum í Mánatúni 9. Samkvæmt kaupsamningi var kaupverðið 565 milljónir.

Baldvin Þorsteinsson fjárfestir undirritaði kaupsamninginn fyrir hönd Túnsteins. Í samtali við Morgunblaðið kvaðst hann ekki geta tjáð sig um málið að sinni. Upplýsingar um hluthafa í Túnsteini er ekki að finna í fyrirtækjaskrá CreditInfo.

Félagið var stofnað í nóvember og var gengið frá kaupunum í byrjun desember. Fram kemur á kaupsamningi að við undirritun voru greiddar 365 milljónir og komu svo 100 milljónir til greiðslu 2. mars og 100 milljónir 2. júní 2016, samtals 565 milljónir króna.

Eins og fyrr segir eru íbúðirnar í Mánatúni 9 og er stigagangurinn sjö hæðir og með 14 íbúðum. Túnsteinn á báðar íbúðirnar á hæðum 2, 4, 5 og 6, en á hæðum 1, 3 og 7 eiga aðrir að- ilar eina íbúð á móti. Meðal þeirra er Rakkanes, einkahlutafélag í eigu Árna Stefáns Björnssonar fjárfestis, sem á íbúð á 7. hæð.

Smellið hér til þess að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600