Fréttir

Leigukynslóðin borgar leigu sem er ígildi 100 prósent íbúðaláns

Grein Kjarnans, 3.mars 2016:

Fyrstu kaupendur að íbúð á Íslandi eru að meðaltali 29 ára gamlir og vilja helst búa í Reykjavík. Fyrstu kaupendum fjölgaði um 25 prósent í fyrra og þeir voru þá 23 prósent af öllum fasteignakaupendum á landinu. 

Margir leigjendur eru þó í eiginfjárvanda, sem gerir þeim erfitt fyrir að eignast húsnæði, vegna hárrar húsaleigu. Þ.e. þeir eiga í erfiðleikum með að safna saman fyrir útborgun fyrir húsnæði þar sem lánastofnanir lána að jafnaði einungis fyrir 80 prósent af kaupverði þeirra. Leigukynslóðin sem upp er komin á Íslandi er nefnilega oft á tíðum að standa undir leigugreiðslum sem eru ígildi 100 prósent íbúðaláns. Það þýðir að ef leigjandinn keypti íbúðina sem hann býr í og myndi fá allt kaupverðið lánað þá væri hann að borga að jafnaði það sama í af láninum og hann greiðir í leigu.  Við slíkar aðstæður er afar erfitt að leggja fyrir fyrir til íbúðakaupa.

Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Magnúsar Árna Skúlasonar hagfræðings um stöðu á húsnæðismarkaði sem Íbúðalánasjóður stóð fyrir í dag. 

Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600