Fréttir

ASÍ ætlar að stofna félag um rekstur þúsunda íbúða

Grein Fréttablaðsins, 3.3.2016:

Alþýðusambandið tilkynnir væntanlega á næstunni um stofnun húsnæðissamvinnufélags til að sjá um uppbyggingu og rekstur þúsunda íbúða fyrir launafólk.

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra er nú með nokkur húsnæðisfrumvörp fyrir Alþingi, meðal annars um félagslega leigukerfið. Verkalýðshreyfingin hefur vakið athygli á því misserum saman að mikil þörf sé á ódýru húsnæði fyrir launafólk og í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga skuldbatt ríkið sig til að byggðar verði 2.300 félagslegar íbúðir á næstu fjórum árum.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að þar á bæ hafi menn verið að skoða hverjir gætu tekið að sér rekstur húsnæðissamvinnufélags fyrir launafólk á landsvísu, jafnvel verkalýðshreyfingin sjálf.

„Ég vil ekki útiloka það. Menn hafa bara verið að skoða með hvaða hætti hreyfingin geti stutt við bakið á því. Við viljum tryggja að minnsta kosti að það verði hægt að mæta þessum lögum og tryggja þá framboð af leiguhúsnæði fyrir tekjulægstu hópana,“ sagði Gylfi að loknum miðstjórnarfundi í dag þar sem þetta var rætt.

 

Smellið hér til þess að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600