Fréttir

8,2 milljarða króna velta

Grein mbl.is, 23.2.2016:

Alls var 88 kaup­samn­ing­um og af­söl­um um at­vinnu­hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu þing­lýst í janú­ar sl.Heild­arfa­st­eigna­mat seldra eigna var 6.879 millj­ón­ir króna. Af þess­um skjöl­um voru 28 um versl­un­ar- og skrif­stofu­hús­næði.

Þjóðskrá Íslands grein­ir frá þessu.

Á sama tíma var 51 skjali um at­vinnu­hús­næði utan höfuðborg­ar­svæðis­ins þing­lýst. Heild­arfa­st­eigna­mat seldra eigna var 1.437 millj­ón­ir króna.

Þá voru 44 kaup­samn­ing­ar um at­vinnu­hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu skráðir í kaup­skrá í janú­ar. Heild­ar­upp­hæð þeirra var 2.935 millj­ón­ir króna og fast­eigna­mat þeirra eigna sem samn­ing­arn­ir fjölluðu um 2.481 millj­ón króna. Af þess­um samn­ing­um voru 14 um versl­un­ar- og skrif­stofu­hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu.

Á sama tíma voru 18 kaup­samn­ing­ar um at­vinnu­hús­næði utan höfuðborg­ar­svæðis­ins skráðir í kaup­skrá. Heild­ar­upp­hæð þeirra var 739 millj­ón­ir króna og fast­eigna­mat þeirra eigna sem samn­ing­arn­ir fjölluðu um 508 millj­ón­ir króna.

Smellið hér til að lesa greinina í heild.

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600