Fréttir

8,5% hækkun á fasteignaverði

Grein mbl.is 17.2.2016:

Fast­eigna­verð á höfuðborg­ar­svæðinu hækkaði um 0,6% milli mánaða í janú­ar, þar af hækkaði fjöl­býli um 0,8% og sér­býli um 0,1%. Síðustu 12 mánuði hef­ur fjöl­býli hækkað um 10,3%, sér­býli um 3,0% og heild­ar­hækk­un­in er 8,5%. Stöðugur hækk­un­ar­fer­ill hús­næðis held­ur því áfram. Fjallað er um þetta í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans.

Verðbólga hef­ur verið lág á síðustu miss­er­um og því hef­ur raun­verð fast­eigna hækkað um­tals­vert. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hef­ur ein­ung­is hækkað um 0,6% síðustu 12 mánuði þannig að stærst­ur hluti hækk­ana á hús­næði kem­ur fram sem raun­verðshækk­un sem er mjög óvenju­leg staða.

Vegna stöðvun­ar á þing­lýs­ing­um vegna verk­falla síðastliðið sum­ar er ekki hægt að sjá þróun viðskipta á höfuðborg­ar­svæðinu eft­ir mánuðum allt árið. Sé litið á þró­un­ina frá ág­úst­mánuði 2015, þegar þing­lýs­ing­ar kaup­samn­inga voru komn­ar aft­ur í fast­ar skorður, sést að fjöldi viðskipta á tíma­bil­inu frá sept­em­ber til janú­ar hef­ur farið stöðugt minnk­andi. Þetta ferli er frá­brugðið því sem var á síðasta ári, sér­stak­lega hvað fjöl­býlið varðar.

Áður hef­ur verið fjallað um það í Hag­sjá að vænt­an­lega sé tölu­vert bil á milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar eft­ir hús­næði og að eft­ir­spurn­in sé ívið meiri sem leiði til verðhækk­ana. Það er t.d. aug­ljóst að viðskipti með nýj­ar íbúðir er til­tölu­lega lágt hlut­fall af öll­um viðskipt­um.


Smellið hér til að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600