Fréttir

Dýrustu íbúðirnar svipaðar og í Noregi

Grein mbl.is, 9.2.2016:

Meðal­fer­metra­verð í dýr­asta hverfi Nor­egs er svipað og á dýr­ustu íbúðum Íslands. Er fer­metra­verð þeirra um ein millj­ón krón­ur. Þetta má sjá út frá nýj­ustu töl­um um íbúðaverð í janú­ar sem voru að birt­ast í Nor­egi og þegar verð á íbúðum í turn­in­um í Skugga­hverfi eru born­ar sam­an. Meðal­fer­metra­verð hér á landi er þó langt und­ir meðal­verði í Nor­egi.

Sam­kvæmt töl­um frá Eiendom Nor­ge, sem tek­ur sam­an töl­ur um fast­eigna­markaðinn í Nor­egi, var hæsta meðal­fer­metra­verð í Nor­egi í hverf­inu Frogner í vest­ur­hluta Ósló­ar. Kost­ar fer­metr­inn þar 70.495 norsk­ar krón­ur og hef­ur hækkað um 7,9% á síðasta ári. Næstu níu hverfi á list­an­um eru einnig öll í Ósló, en meðal­fer­metra­verð þar er á bil­inu 50.000 norsk­ar krón­ur upp í 67.000. 

Ef fer­metra­verðið í Frogner er breytt í ís­lensk­ar krón­ur sést að verðið þar er að meðaltali rétt rúm­lega 1 millj­ón krón­ur. Í hinum níu hverf­un­um sem kom­ast á topp 10 list­ann er meðal­verðið frá 750 þúsund krón­um upp í tæp­lega millj­ón.

Þetta er á svipuðu reiki og dýr­ustu eign­ir í Reykja­vík, en árið 2014 var sagt frá því að fer­metra­verð nýrra íbúða í Skugga­hverf­inu væri allt að 700 þúsund upp í 1 millj­ón. Í fyrra var sagt frá því að fer­metra­verð einn­ar íbúðar væri tæp­lega 800 þúsund krón­ur í sama hverfi, en síðan þá hef­ur fast­eigna­verð á höfuðborg­ar­svæðinu aðeins hækkað. Þá sagði formaður fé­lags fast­eigna­sala á svipuðum tíma að fer­metra­verð á höfuðborg­ar­svæðinu væri að fara upp í allt að 1 millj­ón.

Smellið hér til þess að lesa greinina í heild.

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600