Fréttir

Fimmti hver kaupir í fyrsta skipti

Grein Viðskiptablaðsins, 04.02.2016:

Á árinu 2008 voru fyrstu kaup innan við 10% allra viðskipta með fasteignir á landinu öllu. Á árinu 2015 voru rúmlega 22% allra við- skipta fyrstu kaup, eða um 2.600 íbúðir af u.þ.b. 11.700 íbúða veltu. Fjallað var um þetta í Hagsjá Landsbankans. Á þessu 8 ára tímabili voru að meðaltali 15% allra fasteignaviðskipta fyrstu kaup. Á sama tímabili fjölgaði fasteignaviðskiptum

um 40%, en fjöldi fyrstu kaupa þrefaldaðist á sama tíma. Kaup fyrirtækja á íbúðum af einstaklingum jukust mikið á árunum 2010 til 2013 en hafa verið stöðug síðustu tvö árin. Á öllu höfuðborgarsvæðinu var sala einstaklinga til fyrirtækja 5,8% allra viðskipta á árinu 2015. Þarna er um u.þ.b. 400 íbúðir að ræða. Ætla má að verulegur hluti þessara íbúða sé ætlaður til útleigu, annaðhvort til ferðamanna eða á innlendum leigumarkaði.

Smellið hér til þess að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600