Fréttir

Setbergslandið var selt

Grein í Morgunblaðinu, 29.01.2016:

Hömlur, dótturfélag Landsbankans, seldi nýverið Setbergslandið í Garðabæ til Byggingafélags Gylfa og Gunnars (BYGG) og var söluverðið einn milljarður og tuttugu og fimm milljónir króna. Þetta stað- festi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Steinþór segir að um opið og gagnsætt söluferli hafi verið að ræða. Fimm fasteignasölur hafi verið með Setbergslandið til sölu frá því í maí í fyrra. Einhver tilboð hafi borist á undanförnum misserum, en vegna fyrirvara í tilboðum, svo sem varðandi fjármögnun, hafi verið fallið frá þeim.

Aðspurður hvort ekki sé um lágt verð að ræða, segist Steinþór ekki telja að svo sé. Það sé ekkert í hendi hvernig, hvort né hvenær landið verði skipulagt og svo kunni að fara að kaupendurnir þurfi að bíða árum saman, áður en Garðabær gengur frá skipulagi svæðisins.

Smellið hér til þess að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600