Fréttir

44 milljarðar í húsnæðismál

Grein Viðskiptablaðsins, 28.01.2016:

Nettó útgjaldaaukning hins opinbera vegna breytinga í húsnæðismálum nemur tæpum 20 milljörðum króna fram til ársins 2019. Ef skoðuð er umsögn fjármálaráðuneytisins um húsnæðisbótafrumvarpið er augljóst að enginn sérstakur stuðningur er við málið innan ráðuneytisins. Kostnaður við byggingu ríflega 2.000 almennra íbúða mun kosta hið opinbera 12 milljarða króna í formi stofnramlaga.

Tekist er á um húsnæðismálin á Alþingi. Fjögur frumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, hafa verið afgreitt úr ríkisstjórn og eru þau nú til umræðu í velferðarnefnd. Húsnæðismálin hafa um langt skeið verið í endurskoðun hjá stjórnvöldum og sem dæmi hafa, frá árinu 1999, verið skipaðar um 40 nefndir eða hópar til að fara yfir stöðuna á húsnæðismarkaði.

Smellið hér til þess að lesa greinina í heild.

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600