Fréttir

Fjöldi Airbnb-íbúða tvöfaldaðist síðastliðið ár

Grein Kjarnans frá 26.01.2016:

Fjöldi herbergja sem auglýst eru til leigu á Íslandi á vef Airbnb.com hefur tvöfaldast á undanförnu ári. Í svari Airbnb-leiguvefsins til Túrista.is segir að nú sé þar að finna 3.903 auglýsingar fyrir íslensk gistirými. Samanborið við sama tíma í fyrra þá er um að ræða 124 prósent aukningu en þá voru auglýsingarnar rúmlega 1.700. Mikil aukning hefur orðið í vetur því í október voru auglýsingarnar aðeins 3.547 á vef Airbnb. 

Fjöldi hótelherbergja hefur einnig aukist en þó ekki eins hratt. Á síðasta ári opnaði til dæmis stærsta hótel landsins, Fosshótel í Þórunnartúni en þar eru 320 herbergi. Alls bjóst Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, við að um 800 hótelherbergi yrðu tekin í notkun á árinu 2015. Þá standa enn yfir framkvæmdir við nokkur stór hótel í miðborg Reykjavíkur. Þar má til dæmis nefna Icelandair Hotel á Hljómalindarreitnum svokallaða þar sem verða 142 herbergi. Fleiri stórar hótelbyggingar eru áætlaðar. Á reitnum vestan við Hörpu á til dæmis að byggja 250 herbergja Marriot-hótel sem á að opna árið 2019.

Smellið hér til þess að lesa greinina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600