Fréttir

Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif

Grein Fréttablaðsins, 21.01.2016:

Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. Aukinn byggingarkostnaður, meiri eftirspurn og aukinn kaupmáttur þrýstir á hærra verð.

Óvíst er að fjölgun byggingarleyfa í borginni á síðasta ári og áætlanir um aukna íbúðabyggingu hafi áhrif á hækkun fasteignaverðs. Hagfræðideild Landsbankans gaf í gær út spá um 8,0 prósenta hækkun fasteignaverðs á ári næstu þrjú árin.

Þá er í greiningu deildarinnar bent á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða í desember og um 9,4 prósent frá fyrra ári.

„Þetta eru mestu verðhækkanir milli ára sem sést hafa frá árinu 2007,“ segir þar.

Höfuðborgarsvæðið sé hins vegar ekki með sérstöðu þegar kemur að hækkunum, þótt þær hafi verið mismunandi á milli bæja. „Sums staðar var hækkunin meiri eða álíka og á höfuðborgarsvæðinu.“

Smellið hér til þess að lesa greinina í heild.

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600