Fréttir

Byggingarleyfum fjölgar mjög á milli ára

Frétt Vísis 20.janúar 2016:

Samþykkt áform um byggingu nýrra íbúða í Reykjavík voru 72,4 prósentum fleiri á nýliðnu ári en árið á undan, eða 969, samkvæmt nýrri samantekt byggingarfulltrúa borgarinnar. Þá voru útgefin byggingarleyfi 55,1 prósenti fleiri en 2014, 926 talsins.

Breytingin frá árunum um og eftir hrun er svo aftur margföld. Botni var náð í byggingu nýrra íbúða árið 2010, en þá var hafin bygging á tíu nýjum íbúðum. 

Tölurnar eru vísbending um aukinn fjölda íbúða sem er á leið inn á fasteignamarkaðinn á næstu sex til átján mánuðum. Tölurnar eru til marks um uppsveiflu í íbúðarbyggingum sem í pípunum eru í borginni, segir Dagur B. Eggertsson, borgar­stjóri í Reykjavík. Hann hafi verið feginn að sjá aukninguna.

Smellið hér til þess að lesa fréttina í heild. 

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600