Fréttir

Pressa á afgreiðslu húsnæðisfrumvarpa

Grein Fréttablaðsins 19.01.2016:

Alþingi kemur saman á morgun. Húsnæðismál velferðarráðherra er eitt stærsta málið sem kemst á dagskrá í upphafi árs. Pressa er á að afgreiða það fyrir endurskoðun kjarasamninga. Stjórnarskrármálið einnig talið mikilvægt forgangsmál.

Alþingi kemur aftur saman í dag eftir jólafrí. Ef þingið nær að halda dagskrá sinni mun það starfa fram til þriðjudagsins 31. maí. Lítill hluti þingmála var afgreiddur á síðasta þingi og því ljóst að mikil vinna er fyrir stafni á Alþingi.

Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að húsnæðisfrumvörpin séu fyrstu stóru málin sem komi til kasta Alþingis eftir jólafrí. Þá hafa efasemdir verið á lofti meðal margra sjálfstæðismanna vegna húsnæðismálanna. Nokkur pressa er á afgreiðslu húsnæðisfrumvarpanna en þau eru hluti af yfirlýsingum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga síðasta árs og meðal forsendu þess að kjarasamningar opnist ekki enn á ný. Endurskoðun þeirra er í gangi fram í febrúar.

Smellið hér til þess að lesa greinina í heild.

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600