Fréttir

Stóraukin fasteignasala á síðasta ári

Grein Fréttablaðsins, 12.01.2016:

Fasteignaviðskiptum fjölgaði um 17,5 prósent á síðasta ári. Fleiri sérbýli seldust en áður. Tæplega fjórum sinnum fleiri íbúðir seldust í Reykjavík árið 2015 en árið 2009. Ásgeir Jónsson segir eðlilegt að markaðurinn bregðist við uppsveiflu.

Árið 2015 voru sextán prósent meiri viðskipti á fasteignamarkaði en meðalfjöldi viðskipta á ári síðustu þrettán árin. Tæplega sjö þúsund kaupsamningum íbúðarhúsnæðis var þinglýst  á höfuð- borgarsvæðinu, sem var 17,5 prósent fjölgun milli ára. Fjölgunin í fyrra er mun meiri en síðustu þrjú árin á undan. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Ásgeir Jónsson hagfræðingur telur að þessa miklu fjölgun megi rekja bæði til launahækkana og minnkandi atvinnuleysis. „Fólk tekur stórar ákvarðanir eins og um fasteignakaup bæði út frá kaupmætti launa sinna sem og atvinnuöryggi, og ef atvinnuleysi minnkar hvetur það fasteignamarkaðinn áfram.“

Smellið hér til þess að lesa greinina í heild. 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600