Fréttir

Kaup­samn­ing­um fjölgaði um 44%

Grein mbl.is 6.1.2016:

Alls var 659 kaup­samn­ingn­um um fast­eign­ir þing­lýst á höfuðborg­ar­svæðinu í des­em­ber. Heild­ar­velt­an nam 26,1 millj­arði króna og meðal­upp­hæð á hvern samn­ing var 39,5 millj­ón­ir króna.Viðskipti með eign­ir í fjöl­býli nam 18,1 millj­arði, viðskipti með eign­ir í sér­býli 5,6 millj­örðum og viðskipti með aðrar eign­ir 2,3 millj­örðum króna.

Þjóðskrá Íslands grein­ir frá þessu. Þegar des­em­ber 2015 er bor­inn sam­an við nóv­em­ber 2015 fækk­ar kaup­samn­ing­um um 12,9 pró­sent og velta minnk­ar um 9,8 pró­sent.Í nóv­em­ber 2015 var 757 kaup­samn­ing­um þing­lýst, velta nam 28,9 millj­örðum króna og meðal­upp­hæð á hvern kaup­samn­ing 38,2 millj­ón­ir króna.

Þegar des­em­ber 2015 er bor­inn sam­an við des­em­ber 2014 fjölg­ar kaup­samn­ing­um um 44,2 pró­sent og velta eykst um 40,7 pró­sent. Í des­em­ber 2014 var 457 kaup­samn­ing­um þing­lýst, velta nam 18,5 millj­örðum króna og meðal­upp­hæð á hvern kaup­samn­ing 40,5 millj­ón­ir króna.

Smellið hér til þess að lesa greinina í heild sinni. 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600