Fréttir

Reykjavík kaupir 47 íbúðir af Íbúðalánasjóði

Grein Vísis 4. janúar 2016:

Félagsbústaðir hf. hefur samþykkt að kaupa 47 íbúðir af Íbúðalánasjóði. Íbúðirnar eru staðsettar víðsvegar í Reykjavík, eru flestar tveggja eða þriggja herbergja og í útleigu.

Félagið er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur það markmið að stuðla að framboði á félagslegu leiguhúsnæði í borginni. Með þessum kaupum hefur félagið keypt um 85 íbúður frá því í fyrra. 

Líkt og greint hefur verið frá, hefur Íbúðalánasjóður lagt áherslu á að selja sem mest af eignum sjóðsins á þessu ári. Í tilkynningu vegna sölunnar segir að um 700 eignir séu nú til sölu í fasteignasölum um land allt og um 500 til viðbótar voru boðnar til sölu í desember.

Til þess að lesa greinina í heild smellið hér.

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600