Fréttir

30-40 smáíbúðir verði í Þorpinu á Hellu

Grein í Morgunblaðinu 18.12.2015:

Unnið er að þróun smáhúsahverfis á Hellu, „Þorpsins“. Hugmyndin er að bjóða upp á umhverfisvænni búsetulausnir en nú eru algengastar. Íbúarnir munu hafa aðgang að garði og gróðurhúsi til að rækta eigið grænmeti, sameiginlegum sal og þvottahúsi og jafnvel yfirbyggðu grillhúsi og heitum potti.

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt, verkefnisstjóri Þorpsins, segir að hugmyndin hafi þróast út frá verkefni sem hann stýrir, það er uppbygging þjónustumiðstöðvar við þjóðveginn um Hellu og samtengds smáhýsahótels. Komið hafi upp umræður um húsnæðismál væntanlegs starfsfólks og starfsfólks annarra fyrirtækja á staðnum. „Þetta á að vera þorp fyrir almenning, íbúa á Hellu,“ segir Björn.

Til þess að lesa greinina í heild sinni smellið hér

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600