Fréttir

Hægir á hækkun leiguverðs

Kjarninn birti eftirfarandi frétt um leiguverð fasteigna: 

Á síðastliðnum tólf mánuðum hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 9,3 prósent. Á sama tímabili hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 2,5 prósent, samkvæmt gögnum Þjóðskrár um fasteigna- og leigumarkaði. Yfir lengra tímabil, eða frá ársbyrjun 2011, hefur verð fasteigna og leigu þó hækkað nánast jafn mikið, en hægt hefur á hækkun leiguverðs að undanförnu.

Þjóðskrá Íslands birti í vikunni upplýsingar um fasteignaverð og leiguverð í september síðastliðnum. Íbúðaverð hækkaði milli mánaða um 1,2 prósent en leiguverð um 0,3 prósent. 

Smellið hér til að lesa greinina í heild sinni á vef Kjarnans

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600