Fréttir

Fasteignaverð heldur áfram að hækka

Grein Morgunblaðsins frá 24.10.2015 um áframhaldandi hækkun fasteignaverðs: 

Hagfræðideild Landsbankans segir ekkert lát vera á hækkun fasteignaverðs. Í ágúst hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,2% milli mánaða, þar af hækkaði verð á fjölbýli um 1,3% en á sérbýli um 0,8%. Tólf mánaða hækkun húsnæðisverðs er áfram töluvert mikil eða 9,3%.

Áframhaldandi hækkun
Allt bendir til þess að verð á fasteignum haldi áfram að hækka að sögn bankans. Þannig virðist framboð á húsnæði, sérstaklega nýju húsnæði, ekki uppfylla eftirspurn og ljóst að slíkar markaðsaðstæður ýta verði upp. Merki um vaxtalækkanir húsnæðislána og hækkuð lánshlutföll ýta aftur undir verðhækkanir. Þá hafa launahækkanir verið miklar og kaupmáttarþróun hagstæð enn sem komið er. Eins hefur staða heimila batnað að undanförnu en allir þessi þættir o.fl. vísa í þá átt að ýta undir áframhaldandi hækkun.

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600