Fréttir

Gamma-sjóðir einir umsvifamestu fasteignaeigendur á höfuðborgarsvæðinu

Frétt Vísis um umsvif fjármálafyrirtækisins GAMMA á fasteignamarkaðnum 28. október 2015: 

 

Sjóðir fjármálafyrirtækisins GAMMA eru einhverjir umsvifamestu fasteignaeigendur í Reykjavík. Samtals eiga sjóðirnir tæplega 500 íbúðir, iðnaðarhúsnæði, byggingarétti og verslunarrými. Frá því að félagið fór að kaupa upp fasteignir hefur bæði fasteigna- og leiguverð hækkað mikið og vísbendingar eru um að skýringin á því sé meðal annars uppkaup fasteignafélagsins sjálfs.
Samkvæmt fasteignaskrá á félagið um 490 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu; að stærstum hluta íbúðir. Sjóðirnir eiga eignirnar í gegnum fjölda dótturfyrirtækja.

Með tugi milljarða til fjárfestinga
GAMMA er með mikið fé í stýringu í sjóðum sínum, sem nýtt er til uppkaupa á fasteignum. Samkvæmt vefsíðu fyrirtækisins er það með 44 milljarða króna í stýringu fyrir lífeyrissjóði, tryggingarfélög, bankastofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Þessir fjármunir hafa að hluta verið notaðir í uppkaup á fasteignum víða um borgina.
Samkvæmt upplýsingum frá GAMMA eru þó engir lífeyrissjóðir sem hafa sett fé í þá sjóði sem kaupa upp fasteignir. Að öðru leiti eru eigendur sjóðsskírteina á huldu.
Fréttastofa tók saman hvar þessar eignir eru og er nú í fyrsta sinn hægt að sjá hversu umsvifamikið félagið er í raun á fasteignamarkaði.

GAMMA virðist fókusera á eignir í miðbænum og vesturbæ Reykjavíkur, Grafarvogi, Holtinu í Hafnarfirði og á Vatnsenda í Kópavogi. Eignir félagsins eru margar hverjar í sömu húsunum, það er að félagið á fleiri en eina íbúð í fjölbýlishúsi. Dæmi eru um að GAMMA eigi heilu blokkirnar, til að mynda við Skipalón í Hafnarfirði þar sem félagið á fjörutíu íbúðir í tveimur blokkum.

Smellið hér til að lesa fréttina í heild sinni


Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda
 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600