Fréttir

Fréttaskýring: Bretar lána 95 prósent til íbúðarkaupenda – Hvað verður gert hér?

Kjarninn birti eftirfarandi fréttaskýringu um húsnæðismál þriðjudaginn 13. október 2015:

Íslensk stjórnvöld hafa ekki ennþá mótað nýja húsnæðisstefnu en Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur sagt að uppbygging ríkisins á 2.300 íbúðum fram til ársins 2019 sé hluti af henni, sem og aukning bóta til leigjenda og almenn styrking leigumarkaðar. Frumvörp sem lögð voru fram á síðasta þingvetri, um breytingar á húsaleigulögum, húsnæðisbætur og um húsnæðissamvinnufélög, hafa ekki verið afgreidd í þinginu, og það sama á við um hugmyndir um stofnframlög.

Engin ný húsnæðisstefna liggur því fyrir af hálfu stjórnvalda, eða hefur verið samþykkt af ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn lagði mikla áherslu á þessi mál fyrir kosningarnar 2013, samhliða því að leiðrétta verðtryggðar skuldir heimila og afnema verðtryggingu, og hefur Eygló Harðardóttir sagt, að ný húsnæðisstefna muni líta dagsins ljós. Verðtrygging lána er vinsælasta lánafyrirkomulagið um þessar mundir, og virðist fólk velja það umfram óverðtryggð lán, einkum og sér í lagi þar sem greiðslubyrði er léttari á þeim lánum.

Til að lesa fréttaskýringuna í heild sinni smellið hér.

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600