Fréttir

Verðbil eykst á milli fasteigna eftir hverfum

Fréttamiðillinn Hringbraut birti eftirfarandi grein um breytingar á íbúðarmati á höfuðborgarsvæðinu: 

Breytingar á íbúðarmati á höfuðborgarsvæðinu eru mjög mismunandi eftir hverfum og munar hæglega góðum helmingi á húseignum í miðbænum og nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar.

Heildarmat fasteigna á landinu öllu hækkar á þessu ári um 5,8% að meðaltali og er heildarverðmæti húseigna á Íslandi nú tæplega sex þúsund milljarðar króna. Miðlæg svæði hækka mun meira í verði en útjaðrarnir og má sem dæmi nefna að svæðið frá Bræðraborgarstíg að Tjörninni hækkar um 16,9% en við Blesugróf lækkar það um 1%. Önnur hverfi í borginni sem hækka mikið í verði eru þau sem liggja vestan Bræðraborgarstígs, í Þingholtunum, frá Tjörn að Snorrabraut og Háaleitið en öll þessi svæði hækka meira en 10%. Utan borgarinnar hækkar Ásahverfið í Garðabænum mest.

Íbúðamat er ofan landsmeðaltals í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæog Reykjanesbæ, á pari við það í Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Akureyri, en hækkar mun minna á stöðum eins og Ísafirði, Borgarbyggð og Árborg.  

 Smellið hér til að fara beint inn á fréttina