Fréttir

Lognið á und­an storm­in­um?

Ætla má að mörg heim­ili hafi verið í biðstöðu vegna niður­stöðu lækk­un­ar verðtryggðra skulda. Spurn­ing er því hvort sá stöðug­leiki sem ein­kennt hef­ur viðskipti á fast­eigna­markaði sé sé lognið á und­an storm­in­um sem kann að koma eft­ir að niðurstaðan er orðin ljós. 

Sam­kvæmt töl­um Þjóðskrár hafa viðskipti með íbúðar­hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu verið nokkuð sveiflu­kennd síðustu mánuði eins og oft­ast er. Sal­an náði mikl­um toppi í júlí, en hef­ur síðan dalað aft­ur. Sé hins veg­ar litið á 12 mánaða meðaltal, sem sýn­ir lang­tímaþró­un­ina bet­ur, hafa viðskipt­in næst­um staðið í stað síðustu fjóra mánuði.

Spá áframhaldandi hækkunum

Þetta kem­ur fram í Hag­sjá Lands­bank­ans. Þar seg­ir að fast­eigna­verð á höfuðborg­ar­svæðinu hafi verið óbreytt í októ­ber frá síðasta mánuði. Verð á fjöl­býli lækkaði um 0,1% og verð á sér­býli hækkaði um 0,3%. Nokkuð hef­ur dregið úr verðhækk­un­um á síðustu mánuðum en árs­hækk­un fjöl­býl­is er um 8,4% en hækk­un síðustu 6 mánaða 3,2%. Tólf mánaða hækk­un­ar­takt­ur fjöl­býl­is fór hæst í tæp 13% í apríl og hef­ur sveifl­ast nokkuð síðan.

Tólf mánaða hækk­un fjöl­býl­is á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur ekki farið mikið und­ir 6% frá upp­hafi árs­ins 2012 og yf­ir­leitt verið vel fyr­ir ofan þá tölu. Al­mennt er spáð að áfram­hald­andi hækk­un, m.a. vegna lækk­un­ar höfuðstóls verðtryggðra skulda. 

Mikil hækkun í sögulegu samhengi

Nú í októ­ber stend­ur vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis á ná­kvæm­lega sama stað og var í
des­em­ber 2013. Það þýðir að all­ar nafn­verðshækk­an­ir frá þeim tíma jafn­gilda
hækk­un­um á raun­verði. Raun­verð fjöl­býl­is á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur þannig hækkað um tæp 8% frá því í des­em­ber, en raun­verð sér­býl­is hef­ur staðið í stað. Hækk­un­ar­fer­ill fjöl­býl­is hef­ur verið mjög bratt­ur frá árs­byrj­un 2013 og er raun­verðshækk­un á fjöl­býli frá því í mars 2013 u.þ.b. 16%, sem er mikið í sögu­legu sam­hengi. Þrátt fyr­ir að verðþróun sér­býl­is sé með allt öðrum hætti hef­ur raun­verð þess þó hækkað um 3,5% á þess­um tíma.

Leigu­verð hef­ur hald­ist nokkuð vel í hend­ur við kaup­verð íbúða síðustu ár. Í októ­ber hækkaði leigu­verð um 0,7% og hef­ur hækkað um 8,7% á á einu ári á meðan sölu­verð íbúða hef­ur hækkað um 8,4%.  Heimild...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600

Sjáðu hvað ánægðir viðskiptavinir hafa um okkur að segja