Fréttir

Dýr­asta íbúðin á Norður­lönd­um

Þriggja her­bergja íbúð í Ósló var seld á 40 millj­ón­ir norskra króna í vik­unni, sem svar­ar til 730 millj­óna ís­lenskra króna. Sam­kvæmt frétt The Local er íbúðin sú dýr­asta sem selst hef­ur á Norður­lönd­un­um miðað við fer­metra­verð.

Íbúðin, sem er 157 fer­metr­ar að stærð, er í Gimle-hverf­inu í Ósló. Það þýðir að hver fer­metri var seld­ur á 254.777 norsk­ar krón­ur, 4,65 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

Fast­eigna­sal­inn Odd Kals­nes vildi ekki gefa Fin­ansa­visen upp hver kaup­and­inn væri. Selj­and­inn eignaðist  íbúðina á 950 þúsund norsk­ar krón­ur, 17,3 millj­ón­ir ís­lenskra króna, árið 1998 en fyrri eig­andi hafði átt hana frá upp­hafi, en hún var byggð árið 1968.  Heimild ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600

Sjáðu hvað ánægðir viðskiptavinir hafa um okkur að segja