Fréttir

Íslandsbanki býður fyrstu kaupendum upp á 90% lán

„Há­marks­fjár­hæð láns­ins er 1,5 millj­ón króna en þó að há­marki 90% af kaup­verði íbúðar­hús­næðis. Lánið kem­ur þá til viðbót­ar við hefðbundna hús­næðis­fjár­mögn­un sem er 80% af kaup­verði. Há­marks­láns­tími er 10 ár og er hægt að velja um jafn­ar af­borg­an­ir eða jafn­ar greiðslur,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá bank­an­um.

Haft er eft­ir Unu Steins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóri Viðskipta­banka­sviðs, í til­kynn­ingu sem Íslands­banki sendi frá sér að: „[m]eð því að bjóða upp á þenn­an kost erum við að koma til móts við stór­an hóp ungs fólks sem hef­ur hingað til ekki getað keypt sér íbúð.“

„Í mörg­um til­vik­um er greiðslu­get­an góð en vantað get­ur upp á út­borg­un­ina. Með aðgerðum rík­is­ins sem að bjóða fólki að nýta sér­eigna­sparnað til út­borg­un­ar í íbúðar­kaup­um og þessu láni hafa verið tek­in skref í þá átt að auðvelda ungu fólki að eign­ast sína fyrstu íbúð.“

Lánið mun bera breyti­lega óverðtryggða kjör­vexti skulda­bréfalána sam­kvæmt vaxta­töflu bank­ans hverju sinni og ekk­ert upp­greiðslu­gjald er af lán­inu.

Sam­hliða þessu hef­ur Íslands­banki ákveðið að veita helm­ingsafslátt af lán­töku­gjöld­um vegna kaupa á fyrsta íbúðar­hús­næðinu fram að ára­mót­um.'  Heimild ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600

Sjáðu hvað ánægðir viðskiptavinir hafa um okkur að segja