Fréttir

Rýmkað fyrir smærri íbúðum

M.a. voru felldar út kröfur um lágmarkssvæði fyrir hjólastól og um lyftur í fjölbýlishúsum, fjölda gistiherbergja fyrir hreyfihamlaða sem og fjölda íbúða á stúdentagörðum og herbergja á heimavistum, sem skal vera hægt að innrétt fyrir hreyfihamlaða.

Nýja byggingareglugerðin, frá árinu 2012, hefur m.a. verið gagnrýnd fyrir ýmis ákvæði sem komi í veg fyrir að hægt sé að byggja litlar íbúðir, eins og mikil þörf er fyrir á markaðnum núna. Þar var m.a. gerð var krafa um lágmarksstærð herbergja með tilliti til hjólastólarýmis.

Í nýlegri úttekt Samtaka atvinnulífsins um framtíðarskipan húsnæðismála kom fram að nýja byggingarreglugerðin hafi dregið úr framboði einfaldra, ódýrra lítilla íbúða, sem séu forsenda þess að hér geti komist á heilbrigður leigumarkaður.

Hægt að byggja allt að 8% minni íbúðir

Breytingin sem nú hefur verið samþykkt lýtur einna helst að 6. hluta reglugerðarinnar, um markmið og algilda hönnuð, og miðar fyrst og fremst að því að auka sveigjanleika við gerð íbúðarhúsnæðis, samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Í stað krafna um lágmarksstærðir, sem felldar hafa verið brott, eru í staðinn sett inn markmið, sem eiga að veita meira rými við útfærslu hönnunar.

Með þessum breytingum getur lágmarksstærð íbúðar, sem er eitt herbergi, minnkað um 5-8%, svo dæmi sé tekið. Slík íbúð getur nú verið um 25 fm nettó án sameignar, ef gert er ráð fyrir að geymsla og þvottaaðstaða sé í sameign, og ekki gerð krafa um anddyri.

Lágmarksstærð íbúðar sem er með einu litlu svefnherbergi getur sömuleiðis minnkað um a.m.k. 4-8%. Slík íbúð getur nú verið um 32-33 fm nettó án sameignar.

Sjá má lista yfir helstu breytingar á byggingarreglugerðinni á vef umhverfisráðuneytisins.

Heimild ....

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600

Sjáðu hvað ánægðir viðskiptavinir hafa um okkur að segja