Fréttir

Leggja til lækkun á tekjuskatti leiguverðs

Lagðar eru til aðgerðir til þess að styðja við leigumarkaðinn í nýrri skýrslu KPMG og Analytica. Skýrslan er innlegg í vinnu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. Stjórnin reiknar með því að skila félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum í lok apríl.

Lagt er til að tekjuskattur af leigutekjum verði lækkaður. Virðisaukaskattur verði að fullu endurgreiddur vegna vinnu við byggingu, hönnun, viðhalds og endurbóta íbúðarhúsnæðis. Átak verði í í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu til þess að auka enn frekar framboð byggingalóða fyrir hagkvæmt fjölbýli.

Þetta er lagt til þess að leysa úr þeim vanda sem hefur verið á undanförnum misserum vegna umfram eftirspurnar eftir leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur leitt til þess að leiguverð hefur farið hækkandi. Í skýrslunni kemur fram að líklegast sé um að ræða tímabundið misvægi en það geti þó tekið markaðinn nokkur ár að leysa úr því.

Á landsbyggðinni sé líka víða skortur á leiguhúsnæði. Ástæður þess eru þó að einhverju leyti frábrugðnar því sem er á höfuðborgarsvæðinu. Eðlilegt sé að stjórnvöld leiti leiða til þess að stuðla að því að framboð leiguhúsnæðis aukist á landsbyggðinni. Aðgerðir í þessa veru þurfi að vera í nánu samstarfi ríkis og sveitarfélaga.  Heimild ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600

Sjáðu hvað ánægðir viðskiptavinir hafa um okkur að segja