Fréttir

Vilja nýtt kerfi og leggja ÍLS niður

Stefnt skal að því að koma á fót nýju húsnæðislánakerfi sem byggist á því að húsnæðislán verði veitt af húsnæðislánafélögum. Þau félög verða starfsleyfisskyld fjármálafyrirtæki og sett um þau lög. Félögin mega eingöngu lána til húsnæðiskaupa og fjármagna útlán með útgáfu sértryggðra skuldabréfa sem skráð verða á markaði, en stunda ekki aðra starfsemi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækin KPMG og Analytica gerðu um framtíðarskipan húsnæðismála fyrir starfshóp um framtíðarskipan húsnæðismála hjá velferðarráðuneytinu, en um er að ræða svokallaða danska leið. Töluvert var rætt um þetta kerfi á síðasta ári, en ASÍ hefur meðal annars lagt til að kerfið verði skoðað hér á landi.

Skýrsluhöfundar telja líklegt að hámarkslánveiting í nýja kerfinu verði 80% af markaðsvirði eigna, en það byggist á að lántaki geti valið um fasta vexti eða breytilega og lengt vaxtatímabil. Þá er gert ráð fyrir að öll húsnæðislán verði uppgreiðanleg. Gert er ráð fyrir að stóru viðskiptabankarnir stofni hver og einn slíkt félag, en að minni fjármálastofnanir muni koma sér saman um stofnun nýrra félaga. Sama gildi um lífeyrissjóðina og er talið líklegt að a.m.k. fjögur til fimm húsnæðislánafélög myndu verða til í þessu nýja kerfi.

Þá er lagt til að Íbúðalánasjóður verði lagður niður í núverandi mynd og ný stofnun, Húsnæðisstofnun, taki við félagslegu hlutverki ÍLS. Núverandi útlánasafn ÍLS verði látið lifa í aðskildu félagi þangað til safnið rennur út eða það er selt.

Ef ákveðið er að selja útlánasafn ÍLS er gerð tillaga um útfærslu sem byggir á því að færa fyrst útlánasöfn í félög, sem síðan yrðu seld. Þessa aðferð mætti jafnframt nýta til stuðnings nýju fyrirkomulagi með húsnæðislánafélögum.  Heimild ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600

Sjáðu hvað ánægðir viðskiptavinir hafa um okkur að segja