Fréttir

Verðtryggt íbúðalán með föstum vöxtum og engin lántökugjöld við fyrstu kaup

Landsbankinn fellir niður lántökugjöld hjá þeim viðskiptavinum sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign sé hún fjármögnuð af Landsbankanum. Niðurfelling lántökugjaldsins kemur til viðbótar afnámi stimpilgjalda af skuldaskjölum og afsláttar af stimpilgjöldum kaupsamninga sem stjórnvöld kynntu nýverið. Niðurfelling lántökugjalds af fasteignaláni er óháð því hvort viðskiptavinir séu með önnur viðskipti en lánssamninginn sem um ræðir í Landsbankanum.

Niðurfellingin nær til allra fasteignalána sem eru í boði  hjá Landsbankanum við fjármögnun á fyrstu eign, verðtryggð, óverðtryggð eða blönduð íbúðalán með allt að 85% lánshlutfall af markaðsvirði eða verðmati eignar, 70% íbúðalán til allt að 40 ára og 15% viðbótarlán til allt að 15 ára. 

Lántökugjald er alla jafna 1% af lánsfjárhæðinni og því jafngildir niðurfelling af 15.000.000 kr. fasteignaláni 150.000 kr. afslætti af láninu.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600

Sjáðu hvað ánægðir viðskiptavinir hafa um okkur að segja