Fréttir

Upphæðir leiðréttinga ljósar í nóvember

Þetta kom fram í viðtali við Sigmund Davíð í Kastljósi í gærkvöldi. Hann segir að vinnu sérfræðihóps um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána miði vel. Hópurinn á að skila niðurstöðum í nóvember.

Prósentuleiðrétting ekki sú sama
Sigmundur lagði áherslu á að hópurinn vinni að því hvernig leiðrétta skuli lán, hjá hverjum og hverjum ekki. Jafnframt að um væri að ræða almenna aðgerð. Hann sagði að aðstæður hópsins sem um ræðir hafi breyst frá árinu 2009, margir hafi tekið ný lán, greitt upp lán og því hafi ekki allir orðið fyrir sömu áhrifum af forsendubrestinum. „Prósentuleiðrétting verður ekki sú sama hjá öllum. En í öllum tilvikum er verið að leiðrétta fyrir því sama, sömu áhrifunum, sömu óvæntu, ófyrirsjáanlegu verðbólguáhrifunum."

Fólk getur reiknað í nóvember
Sigmundur sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar geti fólk séð hvað hópurinn vinni að því að útfæra. Í stefnuyfirlýsingunni segir að grunnviðmið sé að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007 - 2010 með því að beita beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Sigmundur sagði að fólk gæti áætlað stöðu sína nú þegar og eftir leiðréttingu með því að lesa stjórnarsáttmálann. Þegar hópurinn skili af sér ættu menn að hafa nokkuð góða hugmyndir um eigin stöðu. Sigmundur var spurður að því hvort fólk geti farið að reikna um leið og hópurinn skili niðurstöðu, hvað verði fellt niður hjá sér. Hann játaði því.  Heimild ....

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.