Fréttir

Vildi að kaupsamningi yrði rift vegna reimleika

Eignarhaldsfélagið Dynhvammur tapaði máli fyrir Héraðsdómi Austurlands í gær þar sem þess var krafist að kaupsamningi á bjálkahúsi í Fáskrúðsfirði yrði rift.

Ýmsar ástæður voru nefndar fyrir því að rifta ætti kaupsamningnum en kaupandinn hélt því meðal annars fram að það væri ekkert GSM samand í húsinu og að kaupandinn hefði orðið var við reimleika í því.

Einnig sagði kaupandinn að húsið væri óþétt og að vindur blási um það víða, mikið af skordýrum væri í því og að neysluvatni í húsinu væri ábótavant þar sem það kemur úr nærliggjandi læk. Ýmsir fleiri annmarkar voru tilgreindir.

Dómurinn taldi að stefnandanum hafi ekki tekist að sanna að seljendur hefðu blekkt kaupandann í málinu, þótt að sumir af ofangreindum annmörkum væru vissulega til staðar. Taldi dómarinn það ósannað að með söluverðinu, sem var sex milljónir króna, væri ekki tekið mið af ástandi hússins. Taldi dómarinn því að kaupandinn hefði ekki orðið fyrir tjóni í málinu.

Dynhvammi er því gert að greiða alls 2,43 milljónir króna í málskostnað, en félagið hafði stefnt fjórum aðilum í málinu.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.