Fréttir

Keyptu fasteignir fyrir tíu milljarða í fyrra

Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri Gamma, segir fasteignamarkaðinn enn undirverðlagðan og innistæða fyrir frekari verðhækkun á honum. Félagið hefur í hyggju að fjárfesta frekar í húsnæði í höfuðborginni. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins um fasteignamarkaðinn í dag að félagið á 160 íbúðarhús í Reykjavík. Eru þau öll í þremur póstnúmerum, í 101, 105 og 107. Í miðbænum eða 101 á sjóðurinn 88 fasteignir, 42 eru í póstnúmeri 105 í Laugarneshverfi og 30 íbúðir í eigu félagsins eru í vesturbænum eða 107. Allar fasteignirnar voru keyptar í fyrra og eru þær í útleigu.

Fram kom í upplýsingum Hagstofunnar í vikunni að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,3% á milli mánaða í maí. Hækkunin nemur 6,5% á milli ára. Íbúðaverðið hefur hækkað um 19% frá því það náði lágmarki í desember árið 2009 og hefur íbúðaverð ekki verið hærra að nafnvirði síðan árið 2008. 

Þá segir í Morgunblaðinu að virði íbúðarhúsnæðis Gamma sé um 5 milljarðar en alls hafi félagið fjárfest fyrir um 10 milljarða í íbúðar- og atvinnuhúsnæði.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.