Fréttir

Fasteignamat hækkar um 4,3 % 2013

Fasteignamat hækkar um 4,3 %

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 4,3% frá yfirstandandi ári og verður 4.956 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2014 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. 
Nýtt fasteignamat miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2013 og byggist á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum.

Íbúðaeignir metnar á 3.263 milljarða króna

Mat 125.700 íbúðaeigna á öllu landinu hækkar um 4,3% frá árinu 2013 og verður samanlagt fasteignamat þeirra 3.263 milljarðar króna í fasteignamatinu 2014. Matið hækkar á 86,9% eigna en lækkar á 13,1% eigna frá fyrra ári.

Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í fjölbýli meira en mat íbúða í sérbýli en utan höfuðborgarsvæðisins er þessu öfugt farið. Þar hækkar fasteignamat sérbýlis meira en mat fjölbýlis.

Fasteignamat atvinnuhúsnæðis í landinu hækkar um 4,1%, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Frístundahúsnæði hækkar að jafnaði mest eða um 9,2%.

 

Hækkun fasteignamats 2014 Sérbýli  Fjölbýli  Atvinnuhúsnæði

Landið allt

4,0%

4,6% 

4,1%

Höfuðborgarsvæðið

 4,2%

 4,9%

 4,1%

Utan höfuðborgarsvæðisins

 3,8%

 2,9%

 4,1%

Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 4,4%. Matið á Suðurnesjum verður óbreytt en annars staðar er hækkunin sem hér segir: 4,2% á Vesturlandi, 5,4% á Vestfjörðum, 2,5% á Norðurlandi vestra, 5,7% á Norðurlandi eystra, 4,8% á Austurlandi og 5,8% á Suðurlandi.

Fasteignamat á landinu hækkar mest í Strandabyggð eða um 16,3% og um 10,1% í Vestmannaeyjum en lækkar hins vegar um 0,6% í Reykjanesbæ og um 0,3% í Grindavík.

Hækkun á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði mest miðsvæðis

Meðalhækkun á mati íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er 4,5%. Miðlæg svæði hækka að jafnaði meira en þau sem eru á jaðrinum. Fasteignamat í einstökum hverfum þróast nokkuð misjafnlega. Þannig hækkar matið mest í Garðabæ/Arnarnesi eða um 13,8% og um 12,8% í Norðlingaholti. Matið hækkar um 7% í Hlíðunum, um 6,4% í Skerjafirði, um 4,1% í Rima-, Engja-, Víkur- og Borgarhverfum í Grafarvogi og um 5,2% í Leirvogstungu í Mosfellsbæ.

Minnst er hækkunin í Árbæ eða um 1% en matið lækkar í Ártúnsholti/Höfðum (-0,7%), í Garðabæ vestan Hraunholtsbrautar (-0,9%), í Seláshverfi (-2,5%) og í Blesugróf (-3,2%).

Matið endurspeglar markaðsverðmæti

Lögum samkvæmt á fasteignamat að endurspegla markaðsverðmæti (staðgreiðsluverð) fasteignar á hverjum tíma.  Fasteignamatið byggist á upplýsingum úr tugum þúsunda þinglýstra kaupsamninga, sem gerðir hafa verið undanfarin ár, og tekur mið af mörgum ólíkum þáttum sem varða eiginleika og gerð hverrar fasteignar, svo sem stærð, byggingarár, byggingarflokk, byggingarefni og staðsetningu.  Lesa meira ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.