Fréttir

Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2013

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2013 var 473. Heildarvelta nam 15,4 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 32,6 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 9,4 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 4,3 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 1,8 milljörðum króna.

Þegar apríl 2013 er borinn saman við mars 2013 fjölgar kaupsamningum um 11,3% og velta minnkar um 0,3%. Í mars 2013 var þinglýst 425 kaupsamningum, velta nam 15,5 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 36,4 milljónir króna.

Þegar apríl 2013 er borinn saman við apríl 2012 fjölgar kaupsamningum um 35,9% og velta eykst um 49,3%. Í apríl 2012 var þinglýst 348 kaupsamningum, velta nam 10,3 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 29,7 milljónir króna.

Makaskiptasamningar voru 17 í apríl 2013 eða 3,8% af öllum samningum. Í mars 2013 voru makaskiptasamningar 31 eða 7,7% af öllum samningum. Í apríl 2012 voru makaskiptasamningar 24 eða 7,4% af öllum samningum. Makaskiptasamningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. Upplýsingar um makaskiptasamninga eiga eingöngu við um íbúðarhúsnæði. Heimild ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.