Fréttir

Ungt fólk mun lækna fasteignamarkaðinn

Sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka segir fasteignamarkaðinn eins og sjúkling sem farið hefur í uppskurð.

Ungt fólk er líklegt til að gegna lykilhlutverki í bata fasteignamarkaðarins. Þetta eru ekki fólkið sem brenndi sig á hruninu heldur þeir stóru og lítið skuldsettu árgangar sem munu koma inn á fasteignamarkaðinn á komandi árum, að mati Hafsteins Haukssonar, sérfræðings hjá greiningardeild Arion banka. 

Hafsteinn skrifaði grein um fasteignamarkaðinn í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins, sem kom út á milli jóla og nýárs. Þar líkir hann fasteignamarkaðnum við sjúkling í bataferli. Hann bendir á að á árunum 2004 til 2008 hafi fasteignamarkaðurinn smitast þegar bóla myndaðist í hagkerfinu. Á árunum 2008 til 2009 hafi hann svo lagst undir hnífinn þegar sársaukafull leiðrétting fasteignaverðs hafi átti sér stað. Í kjölfarið lá hann á gjörgæslu þegar fá viðskipti áttu sér stað og markaðurinn var botnfrosinn. Þá líkir hann ástandinu á árunum 2010 til 2011 þegar niðurfelling skulda komu til, þau færð niður um 50 milljarða. Fasteignaverð náði svo botni þegar markaðurinn lá á legudeildinni. 

Hafsteinn segir fasteignamarkaðinn hafa útskrifast af sjúkrahúsi í fyrra og sé hann að verða fullfrískur í meðferð á göngudeild. Batinn er hægur og hljóður, að hans sögn. 

„Vonir standa til að hann muni bjóða upp verðið á minni fasteignum eftir því sem efnahagsbatanum vindur fram og kaupmáttur eykst, og losa þar með um eiginfjárgildruna sem margir eru fastir í,“ skrifar Hafsteinn.  Heimild ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600