Fréttir

Seðlabankinn spáir 5% hækkun íbúðaverðs á ári næstu 3 árin

Seðlabankinn spáir því að íbúðaverð hækki að meðaltali um 5% að nafnverði á ári næstu þrjú árin. M.v. verðbólguspá bankans þá reiknar hann með að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um ríflega 2% á ári á tímabilinu. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis mun samkvæmt spá bankans einnig verða lítillega umfram byggingarkostnað en aðeins minni en hækkun ráðstöfunartekna. Reiknar bankinn þar með að raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis haldi áfram en á þann kvarða  hefur íbúðaverð hækkað um 5% frá því að það var hvað lægst undir árslok 2010. Kemur þetta fram í efnahagsspá bankans sem birt var fyrr í þessari viku.

Í samræmi við okkar spá
Spá Seðlabankans um íbúðaverð er í nokkuð góðu samræmi við spá okkar sem birt var í september sl. Reiknum við með því að raunverð á íbúðarhúsnæði muni hækka um ríflega 3% á næstu 2 árum. Áframhaldandi efnahagsbati er meginforsenda í okkar spá þar sem reiknað er með að hagur heimilanna muni halda áfram að vænkast, m.a. vegna hækkandi ráðstöfunartekna. Auk undirliggjandi efnahagsbata teljum við að talsverð þörf hafi safnast upp eftir húsnæði sem muni styðja við frekari íbúðaverðshækkun á næstu árum.  Heimild ...

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.