Fréttir

Fasteignaverð fer hækkandi á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt nýrri mælingu Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,9 prósent í júlí.

Hækkuðu íbúðir í fjölbýli mun meira, eða um 1,2 prósent, en íbúðir í sérbýli stóðu nánast í stað. Á tólf mánuðum hefur íbúðaverð á öllu landinu hækkað um 3,5 prósent en mun meira á höfuðborgarsvæðinu, eða 7,3 prósent að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Að teknu tilliti til verðbólgu er raunhækkunin tvö og hálft prósent. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu er að nálgast það sem hún var fyrir fall bankanna, en það er þó miðað við nafnverð.  Heimild ....

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.