Fréttir

Áhugi á stórkaupum að glæðast

Auk Væntingavísitölunnar var vísitalan fyrir fyrirhuguð stórkaup einnig birt í morgun en vísitalan er birt ársfjórðungslega. Til stórkaupa teljast, bíla-,  íbúða- og utanlandsferðakaup. Vísitalan fyrir fyrirhuguð stórkaup hækkaði lítillega frá síðustu mælingu sem átti sér stað í mars síðastliðnum eða um 1,7 stig.  Er gildi vísitölunnar nú 54,1 stig og hefur ekki verið hærri frá því  í júní 2008. Vísitalan fyrir fyrirhuguð bifreiðakaup lækkar reyndar frá fyrri mælingu um 1,5 stig en vísitölurnar fyrir fyrirhuguð íbúða- og utanlandsferðakaup hækka. Vísitalan fyrir utanlandsferðir hækkar um 5,5 stig frá fyrri mælingu en 61% aðspurðra segja nú mjög eða frekar líklegt að þeir ferðist til útlanda á næstu 12 mánuðum. 

Vísitalan fyrir fyrirhuguð íbúðakaup er nú hærri en hún hefur verið frá því fyrir hrun og er 8,1 stig. Athyglisvert er að áhugi á íbúðakaupum er að glæðast mest meðal þeirra sem eru á aldrinum 25-34 ára eða í þeim aldurshópi sem líklega er að kaupa sína fyrstu  íbúð.  Í því frosti sem ríkt hefur á íbúðarmarkaði undanfarin ár er líklegt að  ungt fólk hafi frekar farið á leigumarkaðinn og haldið að sér höndum varðandi íbúðarkaup. Af þessum sökum er líklega uppsöfnuð þörf til íbúðarkaupa meðal þessa aldurshóps sem brýst út núna þegar betur viðrar í hagkerfinu og bati hefur náðst á íbúðarmarkaði.   Heimild...

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.