Fréttir

Bjartari tíð framundan

Allar undirvísitölur Væntingavísitölunnar hækkuðu í júní frá fyrri mánuði og eru nú í sögulegu hámarki frá hruni. Vísitalan fyrir væntingar til 6 mánaða er nú 108,8 stig en þegar vísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri jákvæðir en neikvæðir og hefur vísitalan nú verið yfir 100 stigum í 5 mánuði af 6 það sem af er þessu ári.  Þá eru landsmenn nú jákvæðari á núverandi ástand heldur en þeir hafa verið frá hruni og mat þeirra á efnahagslífinu  er einnig í sögulegu hámarki frá hruni. Af öllum undirvísitölum Væntingavísitölunnar hækkar mat  á atvinnuástandinu þó mest eða um 11,2 stig frá fyrri mánuði og stendur vísitalan nú í 82,2 stigum sem er hæsta gildið frá því fyrir hrun. Þetta er í samræmi við þær tölur sem berast af vinnumarkaði en skráð atvinnuleysi mældist 5,6% í maí sl. og minnkar þar með um 0,9 prósentustig frá því í apríl en þetta er í fyrsta sinn sem það fer undir 6,0% síðan í desember árið 2008. Þá er fjöldi starfandi að aukast en allt lítur nú út fyrir að sá hagvöxtur sem verið hefur undanfarið sé nægur til að draga úr slakanum á vinnumarkaði.  Heimild...

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.