Fréttir

Íslenskir neytendur glaðbeittir

Íslenskir neytendur ganga glaðbeittir inn í  sumarið og eru nú bjartsýnni en þeir hafa verið frá því fyrir hrun. Svo virðist sem þoka eftirhrunsáranna sé nú loksins að lyftast af landanum og væntingar til efnahags- og atvinnulífs að aukast hvort sem litið er til nútíðar eða framtíðar. Væntingavísitala Capacent Gallup var birt í morgun og er vísitalan fyrir júní mánuð 79,9 stig sem er hæsta gildi vísitölunnar frá hruni en leita þarf aftur til maí 2008 til að finna hærra gildi. Vísitalan hækkar um 6,6 stig frá fyrri mánuði og er 14,5 stigum hærri en á sama tíma í fyrra. 

Það er ýmislegt sem gæti verið að lyfta lund landans. Krónan hefur styrkst um 3%  frá síðustu mælingu af þessu tagi, verðbólgan er að hjaðna, atvinnuleysi er komið niður í 5,6%, störfum er að fjölga, kaupmáttur er vaxandi og landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs sem birtar voru í byrjun júní benda til þess að hagvöxtur á fjórðungnum  hafi verið mjög góður og að efnahagsbatinn haldi áfram.    Heimild...

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.