Fréttir

Áfram fjör á fasteignamarkaðinum

Ekkert lát er á sölu íbúða á höfuðborgarsvæðinu þótt helsti sumarleyfatími landsmanna sé genginn í garð. 

Þannig var þinglýst 120 kaupsamningum um íbúðir í síðustu viku og eru það 14 fleiri samningar en nemur meðaltalinu á viku síðustu þrjá mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. 

Þar segir að heildarveltan hafi numið rúmlega 4 milljörðum króna í vikunni. Veltan hefur hinsvegar verið 3,2 milljarðar kr. á viku undanfarna þrjá mánuði. Meðalupphæð á samning nam 34 milljónum kr. sem er tæplega 4 milljónum kr. hærri upphæð en meðaltalið á viku síðustu þrjá mánuði.

Af þessum 120 samningum voru 91 um eignir í fjölbýli, 21 um eignir í sérbýli og 8 samningar voru um annarskonar eignir.   Heimild...

 

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 

Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu

Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600.